Breskir fjölmiðlar segja að hópur fjárfesta undir stjórn íranska milljarðamæringsins Kia Joorabchian hafi nú gert 70 milljón punda yfirtökutilboð í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.
Stjórnarfundur var hjá félaginu í dag þar sem þetta á að hafa verið aðalumræðuefnið. Heimildarmenn segja þó að enn sé nokkuð í land með að formlegar viðræður geti hafist um yfirtöku í félaginu, en tíðar fréttir þessa efnis eru sagðar hafa komið niður á gengi liðsins á knattspyrnuvellinum undanfarið.