Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið kjörinn besti útlendingur allra tíma til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var niðurstaða könnunar Sky sjónvarpsstöðvarinnar þar sem rúmlega 1,5 milljónir fólks fengu að kjósa. Landi hans Eric Cantona varð annar í kjörinu.
