Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér 3. október 2006 21:15 Hér má sjá mynd frá blaðamannafundi sem haldinn var í morgun, en bæði lið ætla sér að skora mikið af mörkum annað kvöld Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira