Loksins sigur hjá Sheffield United

Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994.