Bolton lagði Liverpool

Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni.