Þá stöðvaði lögreglan í Reykjavík för 25 ára karlmanns á Suðurlandsvegi. Sá virtist vera að flýta sér mjög mikið því við framúrakstur ók viðkomandi bíl sínum yfir tvær óbrotnar línur. Aksturslag af þessu tagi er vítavert og á ekki að eiga sér stað, segir á vef lögreglunnar.
Í tveimur umferðaróhöppum í gær fóru ökumenn af vettvangi án þess að axla ábyrgð. Þá voru tveir teknir í nótt fyrir ölvunarakstur, annar í miðborginni en hinn í austurbænum.