Hvatt til að hætta fiskneyslu 27. september 2006 18:45 Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum, sem sumir hverjir séu í útrýmingarhættu. Samtökin segja að mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða, eða sé landað fram hjá vigt og stuðli þannig að ofveiði. Eitt helsta fórnarlambið segja samtökin vera skarkola, þar sem umtalsverðu magni af undirmálsfiski sé hent áður en skipið kemur að landi. Þetta hefur verið nefnt brottkast í umræðunni hér á landi. Hvatt er til þess að fólk kaupi ekki fisk, nema að stofnunin Marine Stewardship Council hafi sett stimpil sinn á hann. Það sé algerlega óháð stofnun, sem rekin sé fyrir fjárframlög einstaklinga og atvinnulífsins. Þegar betur er að gáð stóð Dýraverndarsjóðurinn sjálfur að stofnun þessarar óháðu eftirlitsstofnunar ásamt matvælarisanum Unilever, og á sínum tíma heyrðust grunsemdarraddir um að Unilever hafi verið að kaupa sér fríð hjá dýraverndunarsjóðnum með því. Ekki liggur fyrir hvað þarf að grieða fyrir vottun stofnunarinnar, og íslenskir fiskútflytjendur sem fréttastofan rædid við , treysta sér ekki til að spá strax fyrir um áhrif þessa að fiskneyslu og fiskverð í Evrópu. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir mjög alvarlegt að krefjast þessa, auk þess sem Marine Stewardship Council vinni þannig að ef íslenskir útvegsmenn færu þar inn, væru þeir að afsala sér öllu ákvarðanavaldi yfir veiðunum til stofnunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum, sem sumir hverjir séu í útrýmingarhættu. Samtökin segja að mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða, eða sé landað fram hjá vigt og stuðli þannig að ofveiði. Eitt helsta fórnarlambið segja samtökin vera skarkola, þar sem umtalsverðu magni af undirmálsfiski sé hent áður en skipið kemur að landi. Þetta hefur verið nefnt brottkast í umræðunni hér á landi. Hvatt er til þess að fólk kaupi ekki fisk, nema að stofnunin Marine Stewardship Council hafi sett stimpil sinn á hann. Það sé algerlega óháð stofnun, sem rekin sé fyrir fjárframlög einstaklinga og atvinnulífsins. Þegar betur er að gáð stóð Dýraverndarsjóðurinn sjálfur að stofnun þessarar óháðu eftirlitsstofnunar ásamt matvælarisanum Unilever, og á sínum tíma heyrðust grunsemdarraddir um að Unilever hafi verið að kaupa sér fríð hjá dýraverndunarsjóðnum með því. Ekki liggur fyrir hvað þarf að grieða fyrir vottun stofnunarinnar, og íslenskir fiskútflytjendur sem fréttastofan rædid við , treysta sér ekki til að spá strax fyrir um áhrif þessa að fiskneyslu og fiskverð í Evrópu. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir mjög alvarlegt að krefjast þessa, auk þess sem Marine Stewardship Council vinni þannig að ef íslenskir útvegsmenn færu þar inn, væru þeir að afsala sér öllu ákvarðanavaldi yfir veiðunum til stofnunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira