Matarskattur gæti lækkað umtalsvert 25. september 2006 12:15 MYND/Pjetur Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira