Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð 21. september 2006 12:49 MYND/Teitur Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Nú eru aðeins tíu dagar þar til varnarstöðinni á Miðnesheiði verður endanlega lokað. Viðræður um viðskilnaðinn hafa staðið á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa staðið allt frá því að tilkynnt var um brottflutninginn í mars síðastliðnum og segir forsætisráðherra að niðurstaðan verði kynnt öðru hvorum megin við helgina. Víkurfréttir segjast hins vegar hafa heimildir fyrir því að samningur milli landanna hafi leigið fyrir um nokkurt skeið og einungis þurfi að staðfesta hann með undirritun. Samkvæmt heimildarmönnunum munu bandarísk stjórnvöld skila öllu landsvæði og byggingum sem hafa verið innan marka varnarsvæðis að undanskildum byggingum fjarskiptamiðstöðvarinnar við Grindavík. Þá hafa Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum að íslensk stjórnvöld muni leigja, fyrir litla fjárhæð, þau tæki og tól á varnarsvæðinu sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir Íslendinga við rekstur alþjóðaflugvallarins. Þar er átt við snjóruðningstæki, búnað slökkviliðs og fjarskiptabúnað. Hins vegar sé ekki hægt að kaupa búnaðinn þar sem hann flokkist sem hergögn sem bandarísk lög banni að látin séu af hendi. Heimildir Víkurfrétta herma enn fremur að Bandaríkjamenn muni leggja til ákveðna upphæð til hreinsunar á svæðinu með þeim fyrirvara þó að ef í ljós kemur á næstu misserum að velferð fólks stafi hætta af mengun muni stjórnvöld landanna funda til að komast að niðurstöðu um hugsanlegar bætur eða aðrar aðgerðir. Engin ákvörðun liggur hins vegar fyrir um hvað gert verður við húnsæði á vellinum en meðal hugsmynda sem komið hafa fram er að lögregluskólinn verði fluttur þangað og þá hefur umhverfisráðherra viðrað þá hugmynd að starfsemi Náttúrufræðistofnunar verði flutt þangað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Nú eru aðeins tíu dagar þar til varnarstöðinni á Miðnesheiði verður endanlega lokað. Viðræður um viðskilnaðinn hafa staðið á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa staðið allt frá því að tilkynnt var um brottflutninginn í mars síðastliðnum og segir forsætisráðherra að niðurstaðan verði kynnt öðru hvorum megin við helgina. Víkurfréttir segjast hins vegar hafa heimildir fyrir því að samningur milli landanna hafi leigið fyrir um nokkurt skeið og einungis þurfi að staðfesta hann með undirritun. Samkvæmt heimildarmönnunum munu bandarísk stjórnvöld skila öllu landsvæði og byggingum sem hafa verið innan marka varnarsvæðis að undanskildum byggingum fjarskiptamiðstöðvarinnar við Grindavík. Þá hafa Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum að íslensk stjórnvöld muni leigja, fyrir litla fjárhæð, þau tæki og tól á varnarsvæðinu sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir Íslendinga við rekstur alþjóðaflugvallarins. Þar er átt við snjóruðningstæki, búnað slökkviliðs og fjarskiptabúnað. Hins vegar sé ekki hægt að kaupa búnaðinn þar sem hann flokkist sem hergögn sem bandarísk lög banni að látin séu af hendi. Heimildir Víkurfrétta herma enn fremur að Bandaríkjamenn muni leggja til ákveðna upphæð til hreinsunar á svæðinu með þeim fyrirvara þó að ef í ljós kemur á næstu misserum að velferð fólks stafi hætta af mengun muni stjórnvöld landanna funda til að komast að niðurstöðu um hugsanlegar bætur eða aðrar aðgerðir. Engin ákvörðun liggur hins vegar fyrir um hvað gert verður við húnsæði á vellinum en meðal hugsmynda sem komið hafa fram er að lögregluskólinn verði fluttur þangað og þá hefur umhverfisráðherra viðrað þá hugmynd að starfsemi Náttúrufræðistofnunar verði flutt þangað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira