Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar 21. september 2006 13:15 MYND/Stefán Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ríkislögreglustjóri rannsaki nú mál manns af erlendum uppruna, sem lagt hafi sig fram um það á Netinu að kynna sér meðferð sprengiefna og hvernig búa megi til sprengjur. Er málið sagt flokkast undir þjóðaröryggismál. Fréttastofa hafði samband við embætti ríkislögreglustjóra í morgun en þar var fyrir svörum Jón H.B. Snorrason þar sem bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri eru fjarverandi. Jón sagði embættið ekkert vilja tjá sig um fréttaflutninginn. Í matsskýrslu um hryðjuverkarannsóknir á Íslandi, sem sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á árinu, er bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda hér á landi til að rannsaka mál. Er þar um að ræða svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e. heimildir til að rannsaka mál ef ekki er rökstuddur grunur um refsivert athæfi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur í fjölmiðlum kallað eftir umræðum um slíkar heimildir og hann segir íslenska lögreglu búa við þrengri skorður en nágrannaþjóðirnar. Hann hafi viljað byrgja brunninn áður en barnið detti ofan í hann en fjölmiðlar viljað gera það eftir á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ríkislögreglustjóri rannsaki nú mál manns af erlendum uppruna, sem lagt hafi sig fram um það á Netinu að kynna sér meðferð sprengiefna og hvernig búa megi til sprengjur. Er málið sagt flokkast undir þjóðaröryggismál. Fréttastofa hafði samband við embætti ríkislögreglustjóra í morgun en þar var fyrir svörum Jón H.B. Snorrason þar sem bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri eru fjarverandi. Jón sagði embættið ekkert vilja tjá sig um fréttaflutninginn. Í matsskýrslu um hryðjuverkarannsóknir á Íslandi, sem sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á árinu, er bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda hér á landi til að rannsaka mál. Er þar um að ræða svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e. heimildir til að rannsaka mál ef ekki er rökstuddur grunur um refsivert athæfi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur í fjölmiðlum kallað eftir umræðum um slíkar heimildir og hann segir íslenska lögreglu búa við þrengri skorður en nágrannaþjóðirnar. Hann hafi viljað byrgja brunninn áður en barnið detti ofan í hann en fjölmiðlar viljað gera það eftir á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira