Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum 20. september 2006 22:27 Þjóðskjalasafn Íslands MYND/GVA Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni. Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira