Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið hafi þegar komist að samkomulagi við spænska félagið Real Madrid á miðverðinum Jonathan Woodgate, sem gekk í raðir enska liðsins sem lánsmaður á dögunum.
"Við höfum þegar komist að samkomulagi við Real um kaupverð og því eigum við bara eftir að sannfæra leikmanninn um að vera áfram hjá okkur. Stuðningsmenn liðsins hafa þegar sýnt honum hvað þeim finnst um hann og því verðum við að sýna honum að við getum búið honum umhverfi þar sem hann getur bætt sig sem leikmaður," sagði Southgate.