Portúgalinn Luis Boa Morte, fyrirliði Fulham í ensku úrvalsdeildinni, verður líklega frá keppni í sex vikur eftir að hafa lent í samstuð við félaga sinn Heiðar Helguson í leiknum gegn Tottenham í dag, en fyrirliðinn er sagður með brákað kinnbein. Þetta er mikið áfall fyrir Fulham, enda er Boa Morte einn besti leikmaður liðsins.