Arsenal krækti í sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Manchester United 1-0 á Old Trafford með marki frá Emmanuel Adebayor þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford síðan árið 2002, en Arsenal misnotaði einnig vítaspyrnu þegar Gilberto lét verja frá sér í upphafi leiksins.