Magnús gerir upp við Björgólf Thor 17. september 2006 09:51 Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólffson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Það stóð lengi stríð í Straumi-Burðarási á milli tveggja eigendafylkinga - önnur var undir forystu Björgólfs Thors, hina leiddi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Lauk þessu með því að Magnús og hans menn seldu kjölfestuhluti sína í þessum fjárfestingarbanka í sumar. Í Morgunblaðinu í dag gerir Magnús upp þessi átök og vandar Björgólfi Thor ekki kveðjurnar. Segir hann að Björgólfur hafi sótt það fast að Straumur setti tugi milljarða í fjárvörslu Novator sjóðsins - undir stjórn Björgólfs. "Þá sagði ég nei" - segir Magnús og bætir við að þarna hafi fyrst orðið raunverulegur trúnaðarbrestur á milli þeirra. Taldi hann að Straumur gæti fengið amk jafngóða ávöxtun annars staðar og með minni tilkostnaði. Magnús greinir einnig frá því að Björgólfur hafi verið leynilegur kaupandi að myndarlegum hlut í Kaldbaki á sama tíma og Kaldbakur hafi verið að sameinast Burðarási. Sólarhring eftir kaupin hafi Björgólfur svo selt þennan hlut aftur til Burðaráss og hagnast um milljarð. Hafi Björgólfur setið báðum megin borðs sem stjórnarformaður í Samson, sem seldi, og stjórnarformaður í Burðarási, sem keypti. Segir Magnús að þetta dæmi - og önnur - séu til marks um það að hversu brýnt það sé að stjórnendum almenningshlutafélaga sé það ljóst að þeim beri umfram allt að gæta hagsmuna félags síns og allra hluthafa þess - og það jafnt. Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólffson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Það stóð lengi stríð í Straumi-Burðarási á milli tveggja eigendafylkinga - önnur var undir forystu Björgólfs Thors, hina leiddi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Lauk þessu með því að Magnús og hans menn seldu kjölfestuhluti sína í þessum fjárfestingarbanka í sumar. Í Morgunblaðinu í dag gerir Magnús upp þessi átök og vandar Björgólfi Thor ekki kveðjurnar. Segir hann að Björgólfur hafi sótt það fast að Straumur setti tugi milljarða í fjárvörslu Novator sjóðsins - undir stjórn Björgólfs. "Þá sagði ég nei" - segir Magnús og bætir við að þarna hafi fyrst orðið raunverulegur trúnaðarbrestur á milli þeirra. Taldi hann að Straumur gæti fengið amk jafngóða ávöxtun annars staðar og með minni tilkostnaði. Magnús greinir einnig frá því að Björgólfur hafi verið leynilegur kaupandi að myndarlegum hlut í Kaldbaki á sama tíma og Kaldbakur hafi verið að sameinast Burðarási. Sólarhring eftir kaupin hafi Björgólfur svo selt þennan hlut aftur til Burðaráss og hagnast um milljarð. Hafi Björgólfur setið báðum megin borðs sem stjórnarformaður í Samson, sem seldi, og stjórnarformaður í Burðarási, sem keypti. Segir Magnús að þetta dæmi - og önnur - séu til marks um það að hversu brýnt það sé að stjórnendum almenningshlutafélaga sé það ljóst að þeim beri umfram allt að gæta hagsmuna félags síns og allra hluthafa þess - og það jafnt.
Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira