Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum 14. september 2006 21:58 Gilbert Arenas ætlar að taka gremju sína út á þjálfurum bandaríska landsliðsins í vetur og ætlar að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn Portland og Phoenix. NordicPhotos/GettyImages Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira