Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.