Viðskipti erlent

Olía hækkar í verði

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 37 sent í rafrænum viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og fór í 70,40 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 42 sent á markaði í Bretlandi og fór í 70,60 á tunnu.

Þá hafa árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu einnig áhrif á olíuverðið en olíuframleiðsla í Nígeríu hefur dregist saman um fjórðung það sem af er árs af þessum sökum. Óttast er að yfirvofandi verkfall tveggja stærstu verkalýðsfélaga í Nígeríu muni hafa enn frekari áhrif á olíuframleiðslu í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×