Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra.
Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%.