Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu 16. ágúst 2006 18:52 Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira