Gætu þurft að fresta afplánun einhverra dóma 16. ágúst 2006 18:45 Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum. Lögreglan í Keflavík óskaði í gær eftir því við fangelsismálayfirvöld að færa þrjá menn til gæsluvarðhalds í skamman tíma en var synjað um beiðnina þar sem öll fangelsi eru yfirfull. Að sögn Erlendar Baldurssonar, deildarstjóra hjá Fangelsismálastofnun, hefur ástandið aldrei verið svo slæmt. Stærstur hluti fanga á Íslandi eru menn sk. afplánunarfangar, þ.e. menn sem afplána lengri eða skemmri dóma. Erlendur segir að ef staðan breytist ekki geti komið til þess að fresta þurfi afplánun dóma hjá einhverjum. Það hafi menn ekki upplifað áður hér á landi en grannþjóðirnar glími við slíkan vanda. Það hljóti að vera ákaflega slæmt að dæmdur maður þurfi að bíða eftir afplánun og sé þá kannski í vandræðum og vitleysu á meðan. Það gangi ekki upp. Norrænir fangelsisstjórar funda nú á Egilsstöðum og þar hefur komið fram að yfirfull fangelsi eru ekki aðeins vandamál á Íslandi. Þar ræða menn m.a. hvernig taka eigi á fjölgun erlendra fanga, en þeir eru um þriðjungur fanga hér á landi. Unnið er að hugmyndum um hvernig hægt sé að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar. Erlendur segir þó að það flæki málið svolítið að mannréttindi séu ekki alltaf virt í heimalöndunum og því veigri menn sér við að senda þá þangað. Stefnan hljóti að vera sú að menn séu sendir til síns heima ef þeir brjóti fa sér á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum. Lögreglan í Keflavík óskaði í gær eftir því við fangelsismálayfirvöld að færa þrjá menn til gæsluvarðhalds í skamman tíma en var synjað um beiðnina þar sem öll fangelsi eru yfirfull. Að sögn Erlendar Baldurssonar, deildarstjóra hjá Fangelsismálastofnun, hefur ástandið aldrei verið svo slæmt. Stærstur hluti fanga á Íslandi eru menn sk. afplánunarfangar, þ.e. menn sem afplána lengri eða skemmri dóma. Erlendur segir að ef staðan breytist ekki geti komið til þess að fresta þurfi afplánun dóma hjá einhverjum. Það hafi menn ekki upplifað áður hér á landi en grannþjóðirnar glími við slíkan vanda. Það hljóti að vera ákaflega slæmt að dæmdur maður þurfi að bíða eftir afplánun og sé þá kannski í vandræðum og vitleysu á meðan. Það gangi ekki upp. Norrænir fangelsisstjórar funda nú á Egilsstöðum og þar hefur komið fram að yfirfull fangelsi eru ekki aðeins vandamál á Íslandi. Þar ræða menn m.a. hvernig taka eigi á fjölgun erlendra fanga, en þeir eru um þriðjungur fanga hér á landi. Unnið er að hugmyndum um hvernig hægt sé að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar. Erlendur segir þó að það flæki málið svolítið að mannréttindi séu ekki alltaf virt í heimalöndunum og því veigri menn sér við að senda þá þangað. Stefnan hljóti að vera sú að menn séu sendir til síns heima ef þeir brjóti fa sér á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira