Alcoa kærir fjórtán mótmælendur 16. ágúst 2006 17:32 Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið
Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira