Hertar öryggisreglur í Leifsstöð 14. ágúst 2006 20:52 MYND/Vísir Öryggisreglur hafa verið hertar til muna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Íslendingar sem hyggjast ferðast erlendis eru vafalítið óöruggir um hvað þeir mega og eiga að gera. Öryggisreglur hafa verið hertar til muna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegar í öll flug, ekki bara til Bandaríkjanna og Bretlands, þurfa að fylgja þessum nýju reglum frá og með morgundeginum. Ekki er leyfilegt að hafa með sér neinn vökva í handfarangri, vatn, gosdrykki, jógúrt, áfengi eða snyrtivörur í fljótandi formi. Öllu þess háttar ætti þess vegna að pakka í ferðatöskur, jafnvel varaglossinu og ilmvatninu. Undanskilin eru nauðsynleg lyf að hámarki 240 ml og mjólk og matur fyrir ungabörn. Farþegum er þó heimilt að kaupa sér drykki í flugstöðinni og hafa þá með sér inn í flugvélina, líklega þarf þó að stilla sig um að rífa innsiglið af flöskunum þar til komið er um borð. Farþegar í Bandaríkjaflugi fá þó ekki keypta drykki afhenta fyrr en við brottfararhliðið. Allir farþegar þurfa að fara úr skónum við vopnaleitina og verða þeir gegnumlýstir. Vert er að hafa í huga að ef flókið er að komast úr skónum flýtir það verulega fyrir ef fólk fer úr þeim í röðinni áður en komið er að þeim. Við málmleitarhliðið þarf einnig að taka fartölvur og önnur rafmagnstæki úr handfarangri og setja í þar til gerða bakka áður en allt saman er gegnumlýst. Einnig þarf að taka af sér belti með málmsylgjum og fjarlægja aðra málmhluti úr vösunum áður en farið er í gegnum hliðið. Vegna aukins eftirlits í Leifsstöð mælast yfirvöld á vellinum til þess að fólk mæti í síðasta lagi tveimur tímum fyrir áætlaða brottför. Farþegar ættu að búast við röðum við málmleitarhlið og ætla sér nógan tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Öryggisreglur hafa verið hertar til muna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Íslendingar sem hyggjast ferðast erlendis eru vafalítið óöruggir um hvað þeir mega og eiga að gera. Öryggisreglur hafa verið hertar til muna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegar í öll flug, ekki bara til Bandaríkjanna og Bretlands, þurfa að fylgja þessum nýju reglum frá og með morgundeginum. Ekki er leyfilegt að hafa með sér neinn vökva í handfarangri, vatn, gosdrykki, jógúrt, áfengi eða snyrtivörur í fljótandi formi. Öllu þess háttar ætti þess vegna að pakka í ferðatöskur, jafnvel varaglossinu og ilmvatninu. Undanskilin eru nauðsynleg lyf að hámarki 240 ml og mjólk og matur fyrir ungabörn. Farþegum er þó heimilt að kaupa sér drykki í flugstöðinni og hafa þá með sér inn í flugvélina, líklega þarf þó að stilla sig um að rífa innsiglið af flöskunum þar til komið er um borð. Farþegar í Bandaríkjaflugi fá þó ekki keypta drykki afhenta fyrr en við brottfararhliðið. Allir farþegar þurfa að fara úr skónum við vopnaleitina og verða þeir gegnumlýstir. Vert er að hafa í huga að ef flókið er að komast úr skónum flýtir það verulega fyrir ef fólk fer úr þeim í röðinni áður en komið er að þeim. Við málmleitarhliðið þarf einnig að taka fartölvur og önnur rafmagnstæki úr handfarangri og setja í þar til gerða bakka áður en allt saman er gegnumlýst. Einnig þarf að taka af sér belti með málmsylgjum og fjarlægja aðra málmhluti úr vösunum áður en farið er í gegnum hliðið. Vegna aukins eftirlits í Leifsstöð mælast yfirvöld á vellinum til þess að fólk mæti í síðasta lagi tveimur tímum fyrir áætlaða brottför. Farþegar ættu að búast við röðum við málmleitarhlið og ætla sér nógan tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira