11 torfærustólar teknir í notkun 14. ágúst 2006 17:30 Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira