Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð.
