Rafa Benitez segir það glórulaust að ætlast til þess að lið Liverpool fari til Ísrael til að spila í forkeppni meistaradeildarinnar á þeim ófriðartímum sem geysa í landinu. Benitez hefur biðlað til stjórnar evrópska knattspyrnusambandsins að láta í sér heyra sem fyrst, því hann segist ekki eiga von á því að leikmenn sínir né stuðningsmenn vilji fara til lands að spila þar sem ástandið sé svo eldfimt.
"Ég finn sannarlega til með fólkinu í Ísrael á þessum erfiðu tímum, en það er galið að ætlast til þess að við förum þangað að spila á meðan ástandið er eins og það er í dag. Það er fásinna að ætla til Ísrael að spila um þessar mundir og enginn getur ábyrgst öryggi leikmanna og stuðningsmanna. Ég vona að UEFA bregðist skjótt við og gefi svör, því fjöldi stuðningsmanna Liverpool mun langa að sjá leikinn og þeir vilja vita hvort þeir komast á leikinn eður ei," sagði Benitez.