Áfengissala eykst

Velta í dagvöruverslun var fimm komma þremur prósentum meiri í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í smásöluvísitölu sem reiknuð er af rannsóknarsetri verslunarinnar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þar kemur einnig fram að sala á áfengi jókst um ellefu komma fjögur prósent milli júnímánaða 2005 og 2006. Miðað er við upplýsingar frá fyrirtækjunum og ÁTVR við gerð smásöluvísitölunnar.