Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að leggja fram tillögur um við hvaða aðstæður einkaframkvæmd í samgöngum getur talist vænlegur kostur. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að nefndinni sé falið að skila inn tillögum 1. september næstkomandi svo hægt sé að hafa álit hennar til hliðsjónar við afgreiðslu samgönguáætlunar 2007 til 2018. Nýverið var ákveðið að fresta vegaframkvæmdum víða um land til að mæta þenslu í þjóðfélaginu, meðal annars á Vestfjörðum. Í skipunarbréfi nefndarmanna kemur fram að borist hafi tilboð að undanförnu frá ýmsum aðilum um einkaframkvæmd samgöngumannvirkja, þar á meðal gerð vegar um Arnkötludal og gerð jarðganga um Óshlíð.
Aðstæður til einkaframkvæmdar í samgöngum kannaðar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent