Saga biskupsstólanna gefin út 17. júlí 2006 18:42 Fátt þykir jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir á Skálholti og Hólum. Saga þeirra spannar nærfellt 1000 ár og nú er búið að taka helstu þætti sem henni tengjast saman í eina stóra bók. Saga biskupsstólanna er þykkt og mikið verk enda löng og viðburðarík saga sem henni er ætlað að spanna á blaðsíðum sínum. Verkið er gefið út í tilefni af merkisafmælum beggja biskupsstólanna. En í ár hefur biskupstóllinn í Skálholti verið við lýði í 950 ár en sá á Hólum í 900. Víða var leitað fanga til að kynna þá starfsemi sem fór fram á biskupsstólunum, en á báðum stöðum voru reknir skólar, útgerð og auk þess sem krikjan var umsvifamikill jarðaeigandi á árum áður. Það er því óhætt að segja að Hólar og Skálholt hafi verið höfuðstaðir trúarlífs um aldir en líka umsvifamiklir atvinnurekendur sem opnuðu Íslensku þjóðinni leið inn í heim lista og mennta. Mikill fjöldi manns var við útgáfu bókarinnar í dag í Þjóðmenningarhúsinu og við hæfi að einn gestanna sem sátu á fremsta bekk væri sjálfur Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra. Mikill fjöldi fræðimanna vann að bókinni en hún var að hluta unnin úr frumrannsóknum svo sem á sviði fornleifafræða og á gögnum sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings svo sem reiknibókum stólanna og bréfaskriftum biskupanna, sem hljóta að vera æði spennandi lesefni miðað við Biskupasögur sem lengi hafa kallað fram bros á vörum Íslensku þjóðarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fátt þykir jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir á Skálholti og Hólum. Saga þeirra spannar nærfellt 1000 ár og nú er búið að taka helstu þætti sem henni tengjast saman í eina stóra bók. Saga biskupsstólanna er þykkt og mikið verk enda löng og viðburðarík saga sem henni er ætlað að spanna á blaðsíðum sínum. Verkið er gefið út í tilefni af merkisafmælum beggja biskupsstólanna. En í ár hefur biskupstóllinn í Skálholti verið við lýði í 950 ár en sá á Hólum í 900. Víða var leitað fanga til að kynna þá starfsemi sem fór fram á biskupsstólunum, en á báðum stöðum voru reknir skólar, útgerð og auk þess sem krikjan var umsvifamikill jarðaeigandi á árum áður. Það er því óhætt að segja að Hólar og Skálholt hafi verið höfuðstaðir trúarlífs um aldir en líka umsvifamiklir atvinnurekendur sem opnuðu Íslensku þjóðinni leið inn í heim lista og mennta. Mikill fjöldi manns var við útgáfu bókarinnar í dag í Þjóðmenningarhúsinu og við hæfi að einn gestanna sem sátu á fremsta bekk væri sjálfur Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra. Mikill fjöldi fræðimanna vann að bókinni en hún var að hluta unnin úr frumrannsóknum svo sem á sviði fornleifafræða og á gögnum sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings svo sem reiknibókum stólanna og bréfaskriftum biskupanna, sem hljóta að vera æði spennandi lesefni miðað við Biskupasögur sem lengi hafa kallað fram bros á vörum Íslensku þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira