Erlent

Fjöldi yfirheyrður vegna hryðjuverkanna

MYND/AP

Lögreglan á Indlandi hefur yfirheyrt hundruð manna vegna hryðjuverkanna í Mumbai. Hátt í tvö hundruð manns fórust í tilræðunum. Fjöldi fólks mótmælti hryðjuverkunum í Nýju-Delí í morgun.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Mumbai á Indlandi. Átta sprengjur voru sprengdar á ellefu mínútum á háannatíma í farþegalestum í Mumbai í fyrrakvöld. Hátt í tvö hundruð manns fórust og um sjö hundruð slösðust.

Lögreglan hefur meðal annars rannsakað hvort að Lashkar, hópur aðskilnaðarsinna í Kasmír, hafi staðið á bak við árásirnar en talsmaður hópsins hefur neitað því.

Lögreglan hefur yfirheyrt um þrjú hundruð og fimmtíu manns vegna árásanna. Lögreglan segir að nokkrar haldbærar vísbendingar hafi borist. Verið sé að útbúa myndir af þremur einstaklingum sem grunaðir eru að hafa komið að árásunum.

Fjöldi fólks safnaðist saman í Nýju Delí í morgun til að mótmæla árásunum. Spítalar borgarinnar eru yfirfullir af fólki. Margir leita enn að týndum vinum og ættingjum og halda enn í vonina um að finna þá á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×