Erlent

Eldar í Kaliforníu

Reykjarmökkur svífur nú yfir Yucca dal, í Kaliforníu, þar sem eldar geysa á stóru svæði. Eldarnir hafa eytt íbúðarhúsum og hefur hundruðum manns verið skipað að yfirgefa hús sín. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í miklum vindi og hita í gær, um 160 kílómetra austur af Los Angeles. Yfir 3.000 slökkviliðsmenn  berjast við eldinn  og leggja áherslu á að verja mannvirki. Aðstæður eru erfiðar, heitt í veðri, hvasst og svæðið erfitt yfirferðar. Slökkviliðsmenn eru því í hættu en þetta munu vera einhverjir mestu kjarreldar í Kalifórníu til þessa.  Með harðfylgi hefur þeim tekist að bjarga Pioneertown ,sem er lítið samfélag, sem kúrekar í Hollywood notuðu sem tökustað árið 1940.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×