Erlent

Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon

Gazaborg
Gazaborg MYND/AP

Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrels, boðaði í morgun til neyðarfundar í ríkisstjórn sinni vegna málsins. Árásir Ísraelsmanna á Gazasvæðið héldu áfram í nótt en að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárásum í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni. Ísraelski herinn segir Mohammed Deif, sem sagður er bera ábyrgð á mörgum hryðjuverkum, þar á meðal. Hamasmenn segja ekkert hæft í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×