Erlent

Rumsfeld í heimsókn í Afganistan

Mynd/AP
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku. Rumsfeld sagði þetta í heimsók sinni til landsins. Hann sagði ennfremur að Bandaríski herinn, sem hefur nú um 23 þúsund hermenn í landinu, verði áfram hluti af öryggissveit NATO, sem áætlað er að haldi til suður Afganistans í næstu viku. Rumsfeld sagðist viss um að áætlun Bandaríkjanna og NATO, um að skapa stöðugleika í landinu, væri að bera árangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×