Erlent

Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum

Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til.

Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Miklar vonir hafa verið bundir við að ræktun stofnfruma geti leitt til lækninga við sjúkdómum á borð við parkinsonsveiki og sykursýki. Nú hefur ófrjósemi hjá körlum bæst í þennan í hóp eftir að vísindamönnum við Newcastle-háskóla í Englandi tókst að frjóvga músaregg með sáðfrumum sem ræktaðar voru úr stofnfrumum. Þótt um merkilega uppgötvun sé að ræða eiga vísindamenn síður von á að hægt verði að græða sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum í ófrjóa karla alveg á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×