Viðskipti innlent

Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sambærilegur þeim breska

Verslun með fyrirtæki blómstrar á Norðurlöndunum. Fréttaþjónustan Mergermarket gerði könnun á norræna fyrirtækjamarkaðnum sem fjallað var um í viðskiptablaðinu Börsen. Í könnuninni kemur fram að rúmlega 60% æðstu stjórnenda fyrirtækja á Norðurlöndum búast við því að umfang viðskipta með fyrirtæki eigi eftir að aukast á næstu árum. Þannig muni bæði fleiri fyrirtæki verða seld og fyrir meira fé.

Næsta árið verður ástand fyrirtækjamarkaðarins mjög gott að mati greiningardeildar Mergermarket. Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sé fyllilega sambærilegur þeim breska. Fyrirtækin sem eru keypt og seld sérhæfa sig á ólíkum sviðum, t.d. orkuframleiðslu, þjónustu og hefðbundnum framleiðslugreinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×