Þjóðverjinn fundinn
Þýskur ferðamaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, fannst heill á húfi í tjaldi í Laugadalnum. Síðast var vitað um hann á Akureyri og ætlaði hann yfir Kjöl, en lét síðan ekkert vita af ferðum sínum. Því var farið að leita að honum.