Erlent

Tvíburar skipa tvær helstu valdastöður Póllands

Mynd/AP
Eineggja tvíburar skipa nú embætti forseta og forsetisráðherra Póllands.

Sá einstaki atburður gerðist í gær að Lech Kaczynski, forseti Póllands, skipaði eineggja tvíburabróður sinn, Jaroslaw Kaczynski, í embætti forsætisráðherra landsins. Jaroslaw er leiðtogi hins íhaldssama og umdeilda stjónmálaflokks þeirra bræðra, Laga og réttlætisflokksins, sem sigraði í þingkosningunum í Póllandi í september síðastliðnum og fer með stjórn landsins. Almenningur í Póllandi velkist í vafa um hvort að núverandi ástand sé æskilegt. Sextíu og sjö prósent landsmanna telur að þeir Kaczynski bræður eigi ekki að sitja í báðum stöðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×