Erlent

Lokaspretturinn hafinn í réttarhöldunum yfir Saddam

MYND/AP

Lokaspretturinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans, hófst í dag. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á bæði innan og utan réttarsalarins meðan á réttarhöldunum hefur staðið. Þrír verjendur hafa til að mynda verið myrtir og Saddam hefur fullyrt að réttarhöldin séu ólögmæt, auk þess að hafa margsinnis bölvað dómurunum fimm í sand og ösku. Aðalverjandi Saddams, auk fleiri verjenda sakborninganna, mættu ekki í réttinn í dag til að mótmæla morðunum þremur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saddam og félagar eru ákærðir fyrir fjöldamorð í þorpinu Dujail árið 1982. Verði þeir fundnir sekir verða þeir líklega dæmdir til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×