Erlent

Ítalir heimsmeistarar í knattspyrnu

Mynd/AP
Ítalir urðu í gær heimsmeistarar í knattspyrnu í fjórða sinn eftir að hafa lagt Frakka að velli. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni að lokinni framlengingu. Þó nokkur fjöldi stuðningsmanna liðsins hafði safnast saman við hótelið sem ítalska landsliðið hefst við í Dusseldorf þegar leikmenn liðsins komu þangað eftir leikinn. Þúsundir stuðningsmanna liðsins fögnuðu einnig sigrinu í Rómarborg í nótt. Mikil gleði var meðal þeirra en undir morguninn voru fagnaðarlætin eitthvað farin að færast úr böndunum og til átaka kom milli stuðningsmanna og lögreglu. Nokkrir voru handteknir og færa þurfti einnig einhverja á slysadeild vegna minniháttar ákverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×