Erlent

Hagvöxtur eykst

Mynd/AFP
Heimsmeistaramótið í fótbolta eykur hagvöxt í Þýskalandi um núll komma þrjú prósent og tuttugu og fimm þúsund ný störf lifa áfram eftir að keppninni lýkur. Fjöldi áhorfenda er þegar mættur á Olympíuleikvanginn í Berlín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld.

Meira en fimmtíu þúsund ný störf urðu til á mótinu og helmingur þeirra verður áfram til staðar eftir að mótinu lýkur. Ofan á þetta bætist að þær tvær milljónir erlendra ferðamanna sem hafa komið til Þýskalands undanfarinn mánuð, fara heim með góðar minningar, og það er auglýsing sem ekki verður metin til fjár, en á örugglega eftir að koma efnahaga Þjóðverja til góða um ókomin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×