Erlent

Forsetakosningar í Mexíkó

Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár. Manuel Lopez Obrador, fyrrverandi borgarstjóri í Mexíkóborg og leiðtogi vinstri manna, hefur sagst ætla að bæta hag hinna fátækustu. Andstæðingur hans, hægri maðurinn Felipe Calderon, kveðst hins vegar ætla að auka erlenda fjárfestingu í landinu og stuðla að frjálsum milliríkjaviðskiptum. Reiknað er með að kjörsókn verði um sjötíu prósent en 71 milljón Mexíkóa er á kjörskrá. Úrslit liggja fyrir í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×