Innlent

Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum

Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Meginniðurstaða eignabreytinganna í gær er hinsvegar að friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega tuttugugu og fjögurra prósenta hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. Opinber átök hafa um skeið verið á milli þeirra Magnúsar og Kristins annarsvegar, og Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns bankans hinsvegar, og urðu meðal annars skyndileg fostjóraskipti í bankanum fyrir nokkrum dögum vegna átakanna, þar sem Björgólfur Thor hafði betur.

Þeir Magnús og Kristinn fá greitt fyrir bréf sín í Straumi-Burðarási með bréfum í KB banka og FL Group, en bæði þau félög eiga í Dagsbrún, sem gefur út Fréttablaðið og rekur NFS. Í gegnum bréf þeirra Magnúsar og Kristins í Straumi-Burðarási, eignast FL group svo hlut í Morgunblaðinu, í gegnum eignarhlut þess félags í Morgunblaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×