Erlent

Þrír handteknir í tengslum við slys í sýningarhöll í Póllandi

Þrír menn hafa verið handteknir vegna mannskæðs slyss í sýningarhöll í Póllandi í janúar. Sextíu og fimm létust og hundrað og fjörutíu slösuðust þegar þak hallarinnar, sem er í bænum Katowice, hrundi undan snjóþunga. Fimm hundruð manns voru í höllinni þegar slysið varð.

Tveir hinna ákærðu sáu um hönnun hallarinnar en sá þriðji hafði eftirlit með því verki. Þeir eru sagðir hafa stefnt lífi fólks í hættu þar sem þeir hafi ekki farið að byggingareglugerð. Mennirnir gætu átt yfir höfðu sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Annar þeirra sem hannaði bygginguna mun ekki hafa haft tilskilin leyfi til þess og reyndi að svipta sig lífi skömmu eftir slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×