Innlent

Sancy heldur heim

Togarinn Sancy við höfn í Eskifirði
Togarinn Sancy við höfn í Eskifirði Mynd/aðsend

Togarinn lét úr höfn eftir að útgerðin hafði sett tryggingu fyrir öllum hugsanlegum sakarkostnaði vegna ákæru um landhelgisbrot, sem þingfest var í Héraðsdómi Austurlands í gær. Skipstjórinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa stefnt sjóliðum úr varðskipinu Óðni í hættu með því að stöðva ekki skipið þegar þeir voru að koma um borð. Krafa er gerð um refsingu á grundvelli laga um fiskveiðar í íslenskri lögsögu, en skipstjórinn og stýrimaðurinn standa fast við þann framburð sinn að aflann hafi þeir fengið í færeyskri lögsögu. Sekti í því tilviki gæti numið allt að sex milljónum króna. Aðalmeðferð málsins verður í október. Ljóst er að skipið fer ekki beint á veiðar því hluti áhafnarinnar hélt heimleiðis með Norrænu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×