Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í morgun að hún hefi ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð. EFTA dómstóllinn ógilti í apríl þá niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar að ríkisaðstoðin væri þjónuta í almannaþágu og því í samræmi við ríkisstyrkjareglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Niðurstaða dómstólsins byggist á vafaatriðum sem eftirlitsstofnunin ætlar nú að skýra nánar. Búist er við að þar verk taki umþaðbil eitt ár.-

