Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús.
Tugþúsundir Englendinga eru væntanlegir á leikinn sem háður verður í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma og hefur lögregla uppi mikinn viðbúnað vegna þessa.