Miami ætlar í sögubækurnar 16. júní 2006 04:19 Dwyane Wade er heldur betur að taka úrslitaeinvígið í sínar hendur, en hann skoraði 36 stig fyrir Miami í nótt AFP Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira