Fimm slösuðust í snörpum jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter í suðurhluta Japans í morgun. Skjálftans varð vart á mjög stóru svæði í suður- og vesturhluta landsins en ekki varð verulegt eignatjón og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Skömmu síðar varð skjálfti upp á tæpa fimm á Richter í Norður-Japan, en þar slasaðist enginn.
