Engar stórar breytingar fyrirhugaðar 6. júní 2006 15:02 Útlit er fyrir að þessir þrír vinni áfram saman á næsta ári. Joe Dumars, forseti Detroit (th) ætlar að reyna að ná samningum við Ben Wallace og hefur ekki í hyggju að reka Flip Saunders (tv) þó ekki hafi gengið vel í úrslitakeppninni í ár NordicPhotos/GettyImages Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira