Corrales og Castillo berjast til þrautar 1. júní 2006 20:43 Fyrsti bardagi Corrales og Castillo var stórkostleg skemmtun og líklega einhver besti bardagi sem sýndur hefur verið í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi NordicPhotos/GettyImages Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Það var Corrales sem hafði betur í fyrsta bardaganum þegar hann sigraði á rothöggi í tíundu lotu eftir að hafa sjálfur legið á striganum nokkru áður. Þeir Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens fóru gjörsamlega á límingunum í útsendingu Sýnar það vorkvöldið og kölluðu þetta besta bardaga sem þeir hefðu lýst á Sýn síðan útsendingar hófust. Annar bardaginn hafði ekki sama glans og sá fyrsti, því þar kom í ljós að Castillo reyndist of þungur við vigtun og því gat bardaginn ekki verið um titil. Castillo hafði þó betur í bardaganum og vann nokkuð örugglega. Það verður þó væntanlega ekkert slíkt uppi á teningnum á laugardagskvöldið þegar þeir félagar mætast í þriðja sinn og keppa um það hver er konungur léttvigtarinnar í Las Vegas í Bandaríkjunum. Bardaginn verður sem fyrr sagði sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti, en hann verður svo sýndur í heild sinni síðar um nóttina á Sýn - eða eftir að útsendingu frá úrslitakeppni NBA lýkur. Það er því ljóst að framundan er sannkölluð draumahelgi á Sýn fyrir íþróttaáhugamenn og fyrirtaks upphitun fyrir HM í knattspyrnu sem hefst um næstu helgi. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Það var Corrales sem hafði betur í fyrsta bardaganum þegar hann sigraði á rothöggi í tíundu lotu eftir að hafa sjálfur legið á striganum nokkru áður. Þeir Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens fóru gjörsamlega á límingunum í útsendingu Sýnar það vorkvöldið og kölluðu þetta besta bardaga sem þeir hefðu lýst á Sýn síðan útsendingar hófust. Annar bardaginn hafði ekki sama glans og sá fyrsti, því þar kom í ljós að Castillo reyndist of þungur við vigtun og því gat bardaginn ekki verið um titil. Castillo hafði þó betur í bardaganum og vann nokkuð örugglega. Það verður þó væntanlega ekkert slíkt uppi á teningnum á laugardagskvöldið þegar þeir félagar mætast í þriðja sinn og keppa um það hver er konungur léttvigtarinnar í Las Vegas í Bandaríkjunum. Bardaginn verður sem fyrr sagði sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti, en hann verður svo sýndur í heild sinni síðar um nóttina á Sýn - eða eftir að útsendingu frá úrslitakeppni NBA lýkur. Það er því ljóst að framundan er sannkölluð draumahelgi á Sýn fyrir íþróttaáhugamenn og fyrirtaks upphitun fyrir HM í knattspyrnu sem hefst um næstu helgi.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira